Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áfallinn kostnaður vegna fyrirhugaðra breytinga á Grófarhúsi er tæpar 200 milljónir króna. Grófarhús er safnahús Reykvíkinga og stendur við Tryggvagötu.
Á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur var lagt fram svar Eiríks Björns Björgvinssonar sviðsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að áfallinn kostnaður er samtals krónur 197.829.103. Kostnaður við samkeppni um breytingarnar, sem fram fór 2020-2023, var rúm 61 milljón.
Forhönnun, sem fram fór 2023, kostaði tæpar 49 milljónir. Og hönnun, sem unnið var að 2023-2024, kostaði tæpar 65 milljónir. Kostnaður við verkefnastjórn er 8,8 milljónir, innmæling/skönnun á húsnæði 7,7 milljónir og verkhönnun
...