Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Losarabragur Samfylkingar um ríkisfjármálin er skrýtinn í ljósi þess að Kristrún Frostadóttir aðalleikari flokksins hefur einmitt gefið sig út fyrir að hafa mest vit á þeim. Mest vit allra, jafnvel.

Ekki vantar stórfenglegar hugmyndir um aukin ríkisútgjöld, en minna um hvernig eigi að borga fyrir þær. Jú, frambjóðendur tala í ýmsar áttir um skattahækkanir, en þær sem Kristrún vill þó játa hrökkva engan veginn til. Skrýtnast er talið um „ehf.-gatið“ sem virðist á misskilningi byggt og mun ljóslega ná til einyrkja og smæstu fyrirtækja, eins og oddvitinn Víðir Reynisson játaði fyrir helgi.

Hann sér eftir því öllu og skrifar á Vísi: „Ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari [Stefánssyni] í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á

...