Guðni Ágústsson
Íslendingar! Nú þurfum við að hugsa okkar ráð!
Hver verður nú forsætisráðherra fari kosningarnar á versta veg? Hvaða einstaklingur og flokkur er líklegur til að geta leitt hér þriggja flokka stjórn, svo ekki sé talað um fjögurra flokka stjórn? Stillið nú upp formönnum flokkanna og spyrjið ykkur sjálf hver þeirra sé líklegastur. Ég efast ekki um að þar er Sigurður Ingi Jóhannsson fremstur meðal jafningja. Hann sýndi það vel 2016 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð að segja af sér, þá féll allt strax í ljúfa löð og þjóðin kunni að meta störf Sigurðar Inga. Með honum sækja fram ráðherrar sem hver og einn hefur getið sér gott orð.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, hefur farið fyrir mikilli sókn í menningu og listum. Lilja hefur verið talsmaður íslenskrar tungu og
...