Óli Björn Kárason
Eitt fyrsta verk Kristrúnar Frostadóttur þegar hún tók við formennsku í Samfylkingunni í október 2022 var að setja eitt aðalbaráttumál flokksins – aðild að Evrópusambandinu – í tímabundna geymslu. Tæpum átta mánuðum áður hafði forveri hennar í formannsstóli verið með ákall á flokksstjórnarfundi um að „endurnýja samfélagslega umræðu“ um aðild að Evrópusambandinu [ESB]. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ sagði Logi Einarsson í ræðu.
Margt bendir til að það hafi verið rétt hjá Kristrúnu að gera hlé á baráttu Samfylkingarinnar fyrir aðild að Evrópusambandinu. Hún hefur reynst öflugur stjórnarandstæðingur. Og hún hefur sýnt og sannað að hún er sanntrúaður vinstrimaður. Í aðdraganda kosninga
...