Fyrstu dagar nóvember voru þeir hlýjustu á öldinni á mestöllu landinu. Eru þetta mikil viðbrigði því október var sérlega kaldur. Og í hitabylgjunni, sem gengið hefur yfir landið síðustu daga, hafa mörg met fallið
Bæjarins beztu Ferðamenn bíða eftir pylsunni sinni í regngöllum. Mikið hefur rignt í höfuðborginni í nóvember.
Bæjarins beztu Ferðamenn bíða eftir pylsunni sinni í regngöllum. Mikið hefur rignt í höfuðborginni í nóvember. — Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Fyrstu dagar nóvember voru þeir hlýjustu á öldinni á mestöllu landinu. Eru þetta mikil viðbrigði því október var sérlega kaldur. Og í hitabylgjunni, sem gengið hefur yfir landið síðustu daga, hafa mörg met fallið.

„Svona hlýindakaflar virðast stinga sér inn hér og hvar, en þetta er kannski vegna hinna miklu hlýinda á heimsvísu,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

En nú eru breytingar í veðurkortunum. Á morgun, föstudag, er spáin vestan og norðvestan 10-18 m/s, en 18-23 norðan til seinnipartinn. Snjókoma, en léttir til sunnan til er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki.

Trausti Jónsson gerir upp fyrstu daga nóvember í Hungurdiskum

...