Fullt var út úr dyrum á fundi íbúasamtaka Grafarvogs sem haldinn var síðdegis sl. þriðjudag og taldist viðstöddum til að þar hefðu verið ríflega 600 Grafarvogsbúar samankomnir. Hefur ekki fjölmennari íbúafundur verið haldinn í hverfinu í annan tíma
— Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Fullt var út úr dyrum á fundi íbúasamtaka Grafarvogs sem haldinn var síðdegis sl. þriðjudag og taldist viðstöddum til að þar hefðu verið ríflega 600 Grafarvogsbúar samankomnir. Hefur ekki fjölmennari íbúafundur verið haldinn í hverfinu í annan tíma. Fundarefnið var fyrirhuguð þétting byggðar í hverfinu sem og áform borgaryfirvalda um uppbyggingu í Keldnalandi, en mikil andstaða íbúa við áformin kom fram á fundinum.

„Þessi fundur sýndi enn og aftur hve mikil samstaða er meðal Grafarvogsbúa gegn þessum árásum á hverfið eins og íbúasamtökin kjósa að nefna þetta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið, en hann sat fundinn og hefur verið búsettur í hverfinu um árabil.

„Á

...