Með þessum hætti varð Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Heyrist raddir innan stjórnmálaflokka sem ekki eru í samræmi við yfirlýsta stefnu þeirra ber forystumönnum flokkanna að beita sér gegn þeim. Þetta voru skilaboð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í umræðum á Alþingi 10. október síðastliðinn þar sem hún spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, að því hvort hann hefði „ekki stjórn á sínu eigin fólki“ og hvatti hann til þess að „standa í lappirnar“ gegn röddum innan flokksins sem gagnrýndu EES-samninginn.

Viðbrögð Þorgerðar Katrínar við umfjöllun mbl.is 10. nóvember, þar sem fram kom að samkvæmt gildandi stefnu flokksins, samþykktri á síðasta landsþingi hans fyrir einungis einu og hálfu ári, væri stefnt að því að banna nýskráningu á bensín- og dísilbílum á næsta ári, voru í sama anda. Formaðurinn

...