Ég hef lengi verið hugsi yfir meðferð á syni mínum sem er á einhverfurófi.
Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson

Ólafur Sigurðsson

Ég hef lengi verið hugsi yfir meðferð þessa svokallaða velferðarþjóðfélags – sem ráðamenn kalla Ísland á tyllidögum – á syni mínum sem er á einhverfurófi. Þetta hefur gengið svona í um 10 ár.

Nú er að koma að kosningum og þeir sem bjóða sig fram eru flestir sekir um að hafa sett saman slíkt samfélag. Samfélag hörku og skilningsleysis, óþolinmæði og skorts á úrræðum fyrir þá sem minna mega sín. Miðaldasamfélag, ekki þróað nútímasamfélag. Góðir frambjóðendur: Endilega hættið að kalla Ísland nútímasamfélag. Við erum það ekki.

Sonur minn, sem er kominn á þrítugsaldur, er á einhverfurófi. Drengur sem er algjör bindindismaður. Einhverfan er að stríða honum, hann getur fengið reiðiköst, sem brjótast út í ljótum munnsöfnuði. Ekki hefur hann beitt ofbeldi, hann hefur varla varið

...