Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli. Geri menn það skal þeim strax vísað aftur til þeirra öruggu landa sem þeir komu í gegnum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Á undanförnum árum hefur mannfjöldi á Íslandi aukist hraðar en nokkru sinni áður í sögu landsins. Íslendingum hefur þó lítið fjölgað, raunar allt of lítið. Viðbótin hefur fyrst og fremst orðið með flutningi erlendra ríkisborgara til landsins.

Þessu hefur fylgt gríðarlegt aukið álag á innviði landsins á skömmum tíma. Hvort sem litið er til heilbrigðiskerfisins, menntamála, löggæslu, húsnæðismarkaðar eða ótal annarra þátta hefur mikilvægasta þjónusta samfélagsins orðið fyrir gríðarlegu raski. Þótt beinn árlegur kostnaður við utanumhald hælisleitendakerfisins nemi hátt í 30 milljörðum króna er kostnaðurinn sem fylgir svo miklu auknu álagi á lítið samfélag miklu meiri.

Þá eru ekki talin langtímaáhrifin af því ef samfélag sundrast og glatar því sem sameinar það. Slíkt tjón

...