Jóhannes Loftsson
Síðasta skýrsla um Hvassahraunsflugvöll endaði sneypulega. Þegar skýrsluhöfundar tilkynntu að hverfandi líkur væru á eldgosi á flugvallarsvæðinu reis almenningur upp og mótmælti og skýrsluhöfundar urðu að viðurkenna að eldgosaváin hefði verið metin miðað við ástandið fyrir 2021, áður en eldsumbrotin á Reykjanesi hófust.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „sérfræðingar“ gefa sér falskar forsendur og fá „rétta“ niðurstöðu fyrir þann sem borgar þeim laun. Þegar neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað árið 2017 var það gert vegna skýrslu sem endurmat nothæfisstuðul flugvallarins mun hagstæðari en áður var talið. Til að fá þetta út var því sleppt að taka tillit til sjúkraflugs og brautarskilyrða og aðeins notuð veðurgögn frá veðurmildasta tímabili í sögu vallarins. Aðferðafræðin fylgdi hvorki forskrift
...