Jón Kristinn Arason, prófessor emeritus, fæddist 12. mars 1946 á Húsavík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 6. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru Ari Kristinsson, lögfræðingur og sýslumaður á Patreksfirði, f. 6.11. 1921, d. 5.2. 1964, og Þorbjörg Þórhallsdóttir, íþróttakennari og húsfreyja, f. 2.6. 1919, d. 15.5. 1992.
Systkini Jóns Kristins eru Þórhallur, f. 1947, Sveinn, f. 1948, Arnþór Óli, f. 1950, Atli, f. 1952, Anna Björg, f. 1955, Halldór, f. 1957, og Nanna Huld, f. 1962.
Jón Kristinn kvæntist fyrri eiginkonu sinni, Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, f. 21.5. 1946, árið 1965, og eignuðust þau tvo syni, Ara Kristin, f. 1968, og Þorstein Gunnar, f. 1971. Þau skildu árið 1982.
Seinni konu sinni, Sigrúnu Kristinsdóttur, f. 2.8. 1950,
...