Af hverju er ekki hægt að bjóða neytendum þann kost að kolefnisjafna gæludýraflutninginn?
Aríel Jóhann Árnason
Aríel Jóhann Árnason

Aríel Jóhann Árnason

Icelandair tók þá ákvörðun á árinu að kaupa ekki búnað í nýjar vélar flugfélagsins sem styður inn- og útflutning gæludýra og Bogi Nils Bogason forstjóri tekur fram að hagkvæmni félagsins og minnkun kolefnisspors valdi ákvörðuninni.

Greinarhöfundur spyr sig: Ef kolefnissporið er svo mikið vandamál við flutning gæludýra, af hverju er ekki hægt að bjóða neytendum þann kost að kolefnisjafna gæludýraflutninginn með þar til gerðum vottuðum kolefniseiningum?

Falskeiningar

Hingað til hefur það ekki verið tiltökumál fyrir Icelandair að bjóða upp á falskeiningar (þ.e.a.s. kolefnisbindingu sem ekki hefur verið vottuð) í boði íslenskrar skógræktar Kolviðar til að „jafna flugið“, brjótandi alfarið í bága við ábyrga kolefnisjöfnun. Ef á að fela sig á bak

...