Kolbrún Bergþórsdóttir
Kosningavakan á RÚV var í heildina mjög vel heppnuð. Ljósvakahöfundur varð samt fyrir ákveðnum vonbrigðum.
Ljósvakahöfundur hefur lengi litið á Boga Ágústsson fréttamann og Ólaf Þ. Harðarson prófessor sem hinar einu sönnu stjörnur íslensks kosningasjónvarps. Að þessu sinni virtist RÚV ekki alveg sammála því. Það sást alls ekki nógu mikið af þeim tveimur á skjánum á þessu langa kosningakvöldi.
RÚV vildi greinilega að kosningasjónvarpið væri skemmtilegt og lagði því allnokkra áherslu á að finna fyndið fólk til að tala við, þar á meðal grínista og uppistandara. Þar stóðu allir sig nokkuð vel. Um leið gleymdist að Bogi og Ólafur eru líka fyndnir og mjög afslappaðir. Þeir eru eins og heimilisvinir. Alltaf velkomnir. Þess vegna voru vonbrigði hversu lítið pláss þeir fengu. Ekki sást þó á þeim að þeim þætti freklega gengið á sinn hlut. Þeir nýttu tíma sinn vel,
...