Fyrir aðeins tæpum níu árum heyrði ég af nýútkominni skýrslu Unicef á Íslandi um fátækt barna. Þar kom fram að 9,1% barnanna okkar leið mismikinn skort. Ég varð gjörsamlega miður mín og ég hét því þá að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til…
Inga Sæland
Inga Sæland

Fyrir aðeins tæpum níu árum heyrði ég af nýútkominni skýrslu Unicef á Íslandi um fátækt barna. Þar kom fram að 9,1% barnanna okkar leið mismikinn skort. Ég varð gjörsamlega miður mín og ég hét því þá að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að útrýma þessari óafsakanlegu fátækt í okkar ríka landi. Í kjölfarið stofnaði ég Flokk fólksins. Flokkurinn hefur nú gengið í gegnum fernar alþingiskosningar og ávallt bætt við sig töluverðu fylgi milli kosninga. Það má með sanni segja að Flokkur fólksins sé einn helsti sigurvegari nýgenginna kosninga enda bætti hann við sig fjórum þingmönnum.

Enn einu sinni skilaði niðurstaða kosninga meira kjörfylgi til Flokks fólksins en nokkur skoðanakönnun hafði spáð, en hæst fengum við spá um 13,1% fylgi í óbirtri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá hinn 22. nóvember. Niðurstaða kosninganna var að 13,8% allra greiddra atkvæða tilheyrðu Flokki fólksins.

...

Höfundur: Inga Sæland