Í Valkyrjustjórn þurfa tveir stjórnarflokkanna að byrja á því að svíkja

Halla Tómasdóttir forseti Íslands fól í gær Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar. Hún beið ekki boðanna og tók upp tal við formenn Viðreisnar og Flokks fólksins um ríkisstjórnarsamstarf, sem gárungarnir eru þegar farnir að kalla Valkyrjustjórnina, þótt ekki sé það nú mjög fallega sagt.

Möguleg ríkisstjórn þessara flokka hefði 36 þingmenn að baki sér, sem er ríflegur meirihluti, og hefur nokkuð upp á að hlaupa ef einhver í stjórnarliðinu skyldi bila, sem er góð varúðarráðstöfun.

Hinu er ekki að neita að uppi eru efasemdir um hversu lífvænleg ríkisstjórn þessara flokka væri, en í því samhengi beinast flestra augu að Flokki fólksins. Þar er Inga Sæland óskoraður leiðtogi, en bent er á að þingliðið sé nokkuð sundurleit hjörð, komi úr ólíkum pólitískum áttum (t.d. Frjálslynda flokknum, Dögun og Vinstri grænum), en sumir í hópnum eru vanir að fara eigin leiðir þegar hentar; jafnvel á dyr.

Í því samhengi má minna

...