Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki saman um helgina eins og stóð til að gera. Þess í stað fóru þeir yfir þá vinnu sem vinnuhópar flokkanna höfðu skilað af sér, hver í sínu lagi
Stjórnarmyndun Til stóð að funda um ágreiningsmál yfir helgina.
Stjórnarmyndun Til stóð að funda um ágreiningsmál yfir helgina. — Morgunblaðið/Eyþór

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki saman um helgina eins og stóð til að gera. Þess í stað fóru þeir yfir þá vinnu sem vinnuhópar flokkanna höfðu skilað af sér, hver í sínu lagi. Formennirnir þrír koma saman til fundar fyrir hádegi í dag, fara yfir vinnu helgarinnar og halda viðræðunum áfram.

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í samtali við Morgunblaðið.

Ekki samhljómur um allt

Greint var frá því fyrir helgi að formenn flokkanna þriggja ætluðu að funda um ágreiningsmál yfir helgina. Vinnuhópar flokkanna skiluðu af sér tillögum til formannanna fyrir helgi og sagði Þorgerður á blaðamannafundi á föstudag að tillögurnar bæru þess merki

...