
EM 2025
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Ísland verður með gestgjöfum Sviss, Noregi og Finnlandi í A-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í sex borgum í Sviss 2.-27. júlí á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í Lausanne í Sviss í gærkvöldi en drátturinn sem íslenska landsliðið fékk verður að teljast heppilegur en tvö efstu liðin fara áfram í átta liða úrslit mótsins.
Ísland var í styrkleikaflokki tvö fyrir dráttinn ásamt Evrópumeisturum Englands, Danmörku og Ítalíu. Í styrkleikaflokki eitt voru Sviss, Spánn, Þýskaland og Frakkland en Svisslendingar eru mun lakari en restin af þeim mótherjum sem Ísland hefði geta fengið úr þeim flokki. Í styrkleikaflokki þrjú kom Noregur en Ísland slapp þar við gríðarlega sterk lið Hollands og Svíþjóðar, þrátt fyrir það hefði
...