Strandarkirkju í Selvogi tæmdist óvænt arfur á dögunum, þegar í ljós kom að eigandi og ábúandi jarðarinnar Stafnshóls í Deildardal á Höfðaströnd í Skagafirði arfleiddi kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé
Strandarkirkja Kirkjan hefur löngum þótt góð til áheita og fær nú arf.
Strandarkirkja Kirkjan hefur löngum þótt góð til áheita og fær nú arf. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Strandarkirkju í Selvogi tæmdist óvænt arfur á dögunum, þegar í ljós kom að eigandi og ábúandi jarðarinnar Stafnshóls í Deildardal á Höfðaströnd í Skagafirði arfleiddi kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé.

Bóndinn á Stafnshóli, Þórður Þorgilsson, var einstæðingur og átti enga lögerfingja og því frjálst að ánafna hverjum sem honum þóknaðist eigur sínar. Skv. heimildum Morgunblaðsins eru um 50 milljónir króna af lausafé í búinu.

...