Strandarkirkju í Selvogi tæmdist óvænt arfur á dögunum, þegar í ljós kom að eigandi og ábúandi jarðarinnar Stafnshóls í Deildardal á Höfðaströnd í Skagafirði arfleiddi kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Strandarkirkju í Selvogi tæmdist óvænt arfur á dögunum, þegar í ljós kom að eigandi og ábúandi jarðarinnar Stafnshóls í Deildardal á Höfðaströnd í Skagafirði arfleiddi kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé.
Bóndinn á Stafnshóli, Þórður Þorgilsson, var einstæðingur og átti enga lögerfingja og því frjálst að ánafna hverjum sem honum þóknaðist eigur sínar. Skv. heimildum Morgunblaðsins eru um 50 milljónir króna af lausafé í búinu.
...