Bragi Straumfjörð Jósepsson fæddist í Stykkishólmi 6. febrúar 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð 11. desember 2024.

Foreldrar hans voru Jósep Ingvar Jakobsson, f. 1905, d. 1942, og Jóhanna Bjarnrós Bjarnadóttir, f. 1907, d. 1943. Fósturfaðir sr. Sigurður Ó. Lárusson, f. 1892, d. 1978, fósturmóðir Ingigerður Ágústsdóttir, f. 1893, d. 1975. Samfeðra er Hulda Jósepsdóttir, f. 1930. Sammæðra eru Eyjólfur Guðmundsson, f. 1937, d. 2014, og Gunnar Guðmundsson, f. 1940.

Hann giftist Dóróte Oddsdóttur, f. 1934, og átti með henni tvö börn en þau skildu, sonur þeirra var Oddur, f. 1953, dóttir var Ingigerður Saga, f. 1960. Síðar giftist hann Gretu Freydísi Kaldalóns, f. 1947, og átti með henni þrjú börn en þau skildu. Börn þeirra eru: Logi, f. 1975, Sigurður Óskar Lárus, f. 1977, og Bragi Kormákur, f.

...