Víða er stutt á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni. Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en myndirnar voru teknar á Kirkjusandi og á Orkureitnum. Tilefnið er umræða um nábýlið sem hlýst af þéttingu byggðar
Á Kirkjusandi Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins Stuðlaborgar hægra megin.
Á Kirkjusandi Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins Stuðlaborgar hægra megin. — Morgunblaðið/Baldur

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Víða er stutt á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni.

Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en myndirnar voru teknar á Kirkjusandi og á Orkureitnum.

Tilefnið er umræða um nábýlið sem hlýst af þéttingu byggðar. Þá ekki síst í Suður-Mjódd en Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um þá uppbyggingu. Til upprifjunar er mynd af henni birt hér fyrir neðan.

Meðal annars ræddi Morgunblaðið við Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing sem taldi að borgin hlyti „að vera komin í þrot með þessa þéttingarstefnu“.

Samtöl Morgunblaðsins við arkitekta leiða í

...