Sumt fólk virðist hafa miklar áhyggjur af myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fullyrðingar á borð við „Ég efast um að kjósendur Viðreisnar hafi verið að kjósa yfir sig vinstristjórn“ eða „Þessi vinstristjórn verður vonlaus“ streyma nú út úr öllum hornum fráfarandi valdhafa.
Það sem ég staldra við eru ekki endilega áhyggjurnar sem slíkar, heldur þessi knýjandi þörf ákveðinna afla til að skilgreina allt sem er mögulega örlítið á skjön við þeirra eigin tilveru sem hið illræmda vinstri.
Ég er alla jafna áhugamanneskja um pólitískar skilgreiningar. En þegar þær grundvallast ekki á neinu öðru en einhverjum óskilgreindum ótta og tilbúningi finnst mér þær ekkert sérstaklega gagnlegar.
Ég fann mjög sterkt í kosningabaráttunni hvað það olli miklum innantökum í öðrum flokkum að við í Viðreisn skyldum
...