Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem verður kynnt um helgina. Samfylkingin verður með fjóra ráðherra og sömuleiðis Viðreisn en Flokkur fólksins með þrjá
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem verður kynnt um helgina. Samfylkingin verður með fjóra ráðherra og sömuleiðis Viðreisn en Flokkur fólksins með þrjá. Eitt ráðuneyti verður lagt niður.
Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Stjórnarsáttmáli um helgina
Á blaðamannafundi Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, sem haldinn var í Smiðju í gær, var tilkynnt að stjórnarsáttmáli flokkanna yrði kynntur um helgina.
„Við erum búnar að ná saman og stefnum að því að kynna stjórnarsáttmála núna
...