Í upphafi nýs árs ber að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum fyrir land og þjóð. Hún tekur við góðu búi á marga mælikvarða sem mikilvægt er að grafa ekki undan og rýra. Við lestur stefnuyfirlýsingar og kynningar á þeim verkefnum sem…
Þórarinn Ingi Pétursson
Þórarinn Ingi Pétursson

Í upphafi nýs árs ber að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum fyrir land og þjóð. Hún tekur við góðu búi á marga mælikvarða sem mikilvægt er að grafa ekki undan og rýra. Við lestur stefnuyfirlýsingar og kynningar á þeim verkefnum sem ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hyggst ráðast í vakna ýmsar spurningar, enda er yfirlýsingin rýr í roðinu miðað við ríkisstjórnarsáttmála fyrri kjörtímabila. Svör um hvert planið er í ýmsum málaflokkum eru óskýr eða engin. Það voru boðaðar breytingar án þess að tiltaka á skynsamlegan hátt í hverju þær ættu að felast og endurspeglar stefnuyfirlýsingin það í veigamiklum atriðum.

Ný ríkisstjórn boðar auðlindagjöld á okkar stærstu atvinnugreinar án þess að hafa mörg svör um hvað á að felast í þeim. Þessar atvinnugreinar hafa drifið áfram hagvöxt í landinu og skapað verðmætar útflutningstekjur í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem þær búa

...

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson