Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur að yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um brotthvarf úr stjórnmálum hafi aukið þrýsting á Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um að gera slíkt hið sama
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur að yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um brotthvarf úr stjórnmálum hafi aukið þrýsting á Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um að gera slíkt hið sama.
Þetta kemur fram í þætti Dagmála, sem opinn er öllum áskrifendum. Þar ræðir Lilja ásamt Óla Birni Kárasyni um pólitíska arfleifð Bjarna, afrek sem mistök, en einnig um afleiðingar brotthvarfs hans fyrir eigin flokk og aðra.
„Það sem ég heyri í okkar fólki er að það vill fara yfir stöðuna. […] Formaðurinn hefur sagst vera að fara að tala við flokksmenn um allt land og ég veit að fólk hefur áhuga á að láta miðstjórnina koma saman og jafnvel flýta flokksþingi,“ segir Lilja.
...