Allir hljóta að sjá að það er kominn tími til að innkaupum ríkisins á sviði flugsamgangna verði komið í farveg sem telst sanngjarn og eðlilegur.
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson

Öll hljótum við að gera kröfu um að stjórnvöld fari vel með skattana okkar.

Við hljótum líka að gera kröfu um að á mörkuðum þar sem frjáls samkeppni er sögð ríkja milli fyrirtækja fái þau að keppa sín á milli á jafnréttisgrundvelli. Í því felst m.a. að ríkið hygli ekki sumum fyrirtækjum umfram önnur sem þau eiga í samkeppni við, til dæmis í innkaupum.

Reglur sem tryggja eiga heilbrigða samkeppni

Reglur um þetta hafa reyndar fyrir löngu verið lögfestar bæði hérlendis og erlendis. Þetta eru m.a. svokallaðar ríkisstyrkjareglur, sem leggja hömlur við því að eitt fyrirtæki fái sérstaka fyrirgreiðslu eða forskot umfram önnur á samkeppnismarkaði. Hér á landi gilda líka reglur um opinber innkaup og útboð sem ætlað er að tryggja ríkinu hagstæð kjör,

...