Guðbrandur Bogason
Hinn 14. janúar 2025 birtist áhugaverð grein í Morgunblaðinu eftir samgönguverkfræðinginn Þórarin Hjaltason. Vill undirritaður færa honum bestu þakkir fyrir framtak sitt.
Í greininni sýnir höfundur fram á þá staðreynd með rökum að umferðartafir eru verulegar hér hjá okkur og þær næstmestu á öllum Norðurlöndunum. Þetta eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi fyrir okkur sem fylgst höfum með umferðarþróun á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin 50 ár eða svo og erum auk þess daglegir þátttakendur í umferðinni á þessu svæði. Undirritaður minnist þess að á árunum í kringum síðustu aldamót var haldinn hér á landi fjöldinn allur af umferðartengdum ráðstefnum og fundum sem að miklu leyti voru haldin fyrir atbeina og með aðkomu Umferðarráðs sem var sá aðili hér á landi sem lét sig þróun umferðarmála varða. Þessar samkomur sóttu margir
...