
11 Sigurður Jefferson hefur verið drjúgur í leikjum Bandaríkjanna.
— Morgunblaðið/Eyþór
Sigurður Jefferson Guarino, handknattleiksmaður úr HK, hefur síðustu daga leikið sína fyrstu landsleiki fyrir Bandaríkin. Bandaríska liðið tekur þátt í Þróunarmóti IHF í Varna í Búlgaríu, vann sinn riðil og er komið í undanúrslit. Í fyrradag skoraði Sigurður 7 mörk í stórsigri á Moldóvu, 42:26. Í gær skoraði hann fjögur mörk í auðveldum sigri á Aserbaídsjan, 45:25. Hann skoraði ekki í fyrsta leiknum, jafntefli gegn Nígeríu, 31:31.