11 Sigurður Jefferson hefur verið drjúgur í leikjum Bandaríkjanna.
11 Sig­urður Jef­fer­son hef­ur verið drjúg­ur í leikj­um Banda­ríkj­anna. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Sig­urður Jef­fer­son Guar­ino, hand­knatt­leiksmaður úr HK, hef­ur síðustu daga leikið sína fyrstu lands­leiki fyr­ir Banda­rík­in. Banda­ríska liðið tek­ur þátt í Þró­un­ar­móti IHF í Varna í Búlgaríu, vann sinn riðil og er komið í undanúr­slit. Í fyrra­dag skoraði Sig­urður 7 mörk í stór­sigri á Moldóvu, 42:26. Í gær skoraði hann fjög­ur mörk í auðveld­um sigri á Aser­baíd­sj­an, 45:25. Hann skoraði ekki í fyrsta leikn­um, jafn­tefli gegn Níg­er­íu, 31:31.