Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og liðsfé­lag­ar henn­ar í Bayern München unnu afar sterk­an sig­ur á Svein­dísi Jane Jóns­dótt­ur og stöll­um í Wolfs­burg, 3:1, í toppslag í þýsku 1. deild­inni í knatt­spyrnu í gær. Gló­dís Perla fór meidd af velli í byrj­un síðari…
München Glódís Perla er fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
München Gló­dís Perla er fyr­irliði Bayern og ís­lenska landsliðsins. — Morg­un­blaðið/​Hall­ur Már

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og liðsfé­lag­ar henn­ar í Bayern München unnu afar sterk­an sig­ur á Svein­dísi Jane Jóns­dótt­ur og stöll­um í Wolfs­burg, 3:1, í toppslag í þýsku 1. deild­inni í knatt­spyrnu í gær.

Gló­dís Perla fór meidd af velli í byrj­un síðari hálfleiks með vafn­ing um höfuðið eft­ir að hafa lent í samstuði við markvörð sinn, Enu Mahmutovic, snemma leiks. Svein­dís Jane kom inn á sem varamaður á 68. mín­útu hjá Wolfs­burg. Bayern er á toppi deild­ar­inn­ar með sex stiga for­skot.