Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München unnu afar sterkan sigur á Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg, 3:1, í toppslag í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Glódís Perla fór meidd af velli í byrjun síðari…

München Glódís Perla er fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
— Morgunblaðið/Hallur Már
Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München unnu afar sterkan sigur á Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg, 3:1, í toppslag í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.
Glódís Perla fór meidd af velli í byrjun síðari hálfleiks með vafning um höfuðið eftir að hafa lent í samstuði við markvörð sinn, Enu Mahmutovic, snemma leiks. Sveindís Jane kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Wolfsburg. Bayern er á toppi deildarinnar með sex stiga forskot.