Óvissa með næstu skref ferilsins

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi á komandi keppnistímabili. Guðrún Brá ræddi við Bjarna Helgason um Íslandsmeistaratitlana, atvinnumannaferilinn og næstu skref ferilsins.

Bestu bækur ársins 2024

Gagnrýnendurnir Árni Matthíasson og Ragnheiður Birgirsdóttir fara yfir þær bækur sem þeim þóttu standa upp úr á árinu. Þau nefna alls 30 bækur sem þeim finnst vert að hampa og útnefna skáldsögu ársins, barnabók ársins, glæpasögu ársins, ævisögu ársins og svo mætti lengi telja.

Allt sem þú þarft að vita um drauga

Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og draugaáhugamaður ræðir í þætti dagsins drauga og eðli þeirra. Til eru þó nokkrar tegundir af þeim fyrirbærum sem við alla jafna flokkum sem drauga. Útburðir, tilberar, ástardraugar, brennivínsdraugar og svo þeir hættulegustu - uppvaktir draugar. Bjarni fer yfir þær sögur og sagnir sem hann hefur safnað og hvað má læra af þeim. Sjálfur segist hann engu trúa en það feli í raun í sér að hann útilokar ekki neitt. Kann að vera að uppvakinn draugur úr gamla kirkjugarðinum í Villingaholtshreppi hafi ráðist á forseta Íslands í útreiðartúr fyrir nokkrum árum? Nú er sá tími árs sem álfar og aðrar handanheimsverur eru hvað mest á ferli. Bjarni rifjar upp söguna af bóndanum sem mætti álfum í flutningum og þeir buðu honum gull og gersamar. Að lokum var það svo hangiflotið sem felldi bóndann. Loks fer Bjarni yfir það hvernig rétt er að bregðast við draugum verði þeir á vegi okkar. Vitneskja sem horfin er flestum nútímamönnum.

Margir hápunktar á íþróttaárinu

Íþróttaárið 2024 bauð upp á marga hápunkta, bæði hjá íslenskum félagsliðum, íslensku landsliðunum og íþróttaáhugafólki. Íþróttafréttamennirnir Aron Elvar Finnsson á Morgunblaðinu og þær Edda Sif Pálsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir á RÚV gerðu upp íþróttaárið 2024 með Bjarna Helgasyni.