Miklar hæðir og lægðir á ferlinum

Knattspyrnumaðurinn og Skagamaðurinn Arnór Smárason lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk í Bestu deildinni í október, 36 ára að aldri. Arnór ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Akranesi, atvinnumanna- og landsliðsferilinn, endurkomuna til Íslands og lífið eftir fótboltann.

Dýrmæt tengsl á milli manna

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu með sigri gegn Víkingi úr Reykjavík í lokaumferð Bestu deildarinnar í Fossvoginum á dögunum. Höskuldur ræddi við Bjarna Helgason um leiðina að Íslandsmeistaratitilinum, æskuárin í Kópavogi, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíðina í boltanum.

Það skemmtilegasta sem við gerum

Fimleikakonurnar Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir urðu Evrópumeistarar í hópfimleikum í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum. Guðrún Edda og Helena ræddu við Bjarna Helgason um Evrópumótið, fimleikaferilinn og vegferðina í átt að Evrópumeistaratitilinn.

Vanmetið hversu mikill tími fer í þetta

Körfuknattleikskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna í sumar eftir farsælan feril en hún er einungis 27 ára gömul. Dagný ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hveragerði, háskólalífið í Bandaríkjunum, leikmanna- og landsliðsferilinn og lífið eftir körfuboltann.