Ákvörðun sem var nánast tekin fyrir mig

Theódór Elmar Bjarnason lagði knattspyrnuskóna á hilluna í haust eftir farsælan feril en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR á dögunum. Theódór Elmar ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, heimkomuna í KR og framtíð sína í þjálfun.

Íslendingar hræddir við að elta drauminn

Hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir stendur á tímamótum í sínu lífi eftir að hafa verið ein allra sigursælasta hjólreiðakona landsins, undanfarna tvo áratugi. María Ögn ræddi við Bjarna Helgason um íþrótta- og hjólreiðaferilinn, atvinnumennskuna og framtíðina.

Fæstir fótboltamenn fá draumaendi

Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson varði mark Íslands á tveimur stórmótum í fótbolta og var í lykilhlutverki hjá gullaldarliðinu svokallaða. Hannes Þór ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, lífið utan fótboltans og ævisöguna sem hann var að gefa út.

Miklar hæðir og lægðir á ferlinum

Knattspyrnumaðurinn og Skagamaðurinn Arnór Smárason lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk í Bestu deildinni í október, 36 ára að aldri. Arnór ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Akranesi, atvinnumanna- og landsliðsferilinn, endurkomuna til Íslands og lífið eftir fótboltann.