Erfiðara að verja bik­ar en vinna hann

Besta deild kvenna í knatt­spyrnu hefst í dag, 15. apríl, þegar Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks taka á móti Stjörn­unni og Þrótt­ur fær nýliða Fram í heim­sókn. Bára Krist­björg Rún­ars­dótt­ir, Helena Ólafs­dótt­ir og Þóra Helga­dótt­ir fóru yfir spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins og veltu fyr­ir sér mögu­leik­um liðanna tíu sem leika í Bestu deild­inni í ár.

Spá tveggja liða bar­áttu um titil­inn

Besta deild karla í knatt­spyrnu hefst á laug­ar­dag­inn kem­ur, 5. apríl, þegar Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aft­ur­eld­ing­ar á Kópa­vogs­velli. Jó­hann Ingi Hafþórs­son, íþrótta­blaðamaður á Morg­un­blaðinu, Viðar Guðjóns­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, og Víðir Sig­urðsson, frétta­stjóri íþrótta hjá Morg­un­blaðinu, fóru yfir spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins og veltu fyr­ir sér mögu­leik­um liðanna tólf sem leika í Bestu deild­inni í ár.

Stefn­ir á heims­met í framtíðinni

Kraft­lyft­inga­kon­an Lucie Stef­ani­ková setti Evr­ópu­met í hné­beygju á Evr­ópu­mót­inu í Málaga á Spáni á dög­un­um en hún hafnaði í þriðja sæti á mót­inu. Lucie, sem er 29 ára göm­ul og flutti til Íslands fyr­ir tíu árum síðan, ræddi við Bjarna Helga­son um lífið á Íslandi, fjöl­skylu­lífið og framtíðina í íþrótt­inni.

Í fremstu röð í tæp sex­tíu ár

Landsliðsein­vald­ur ís­lenska landsliðsins í hestaíþrótt­um er gest­ur Dag­mála í dag. Hann á að baki einn lengsta keppn­is­fer­il sem ís­lensk­ur íþróttamaður hef­ur lagt að baki og það sem meira er, hann er enn að. „Ég er enn með „götsið,“ og á meðan að það er til staðar og ég trúi að ég geti unnið, þá held ég áfram,“ seg­ir hinn magnaði af­reksíþróttamaður, Sig­ur­björn Bárðar­son. Margt ber á góma í spjalli dags­ins. Sú breyt­ing sem hef­ur orðið á rækt­un­ar­starfi ís­lenska hests­ins. Áður fyrr voru menn of­ur­lítið hver í sínu horni og ræktuðu upp ólík ein­kenni og skap­gerðir. Í dag seg­ir Sig­ur­björn er rækt­un­ar­starfið orðið eins­leit­ara og all­ir að leita í sömu genin. Íslenski hest­ur­inn hef­ur stækkað og mun­ar þar miklu þegar horft er til fyrri ára. Gott at­læti á þar stór­an þátt. Framund­an er heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins í Sviss í ág­úst. Frá­bær ár­ang­ur náðist á síðustu heims­leik­um en brekk­an verður sí­fellt bratt­ari seg­ir Sig­ur­björn sem þó ætl­ar sér að skila titl­um heim. Hann horf­ir á fjóra titla í Sviss til að hann verði ánægður. Það er eld­móður í knap­an­um þegar hann ræðir um ís­lenska hest­inn. Hann er upp­full­ur lotn­ing­ar og aðdá­un­ar á hest­in­um sem hann vill meina að á sín­um tíma hafi haldið lífi í þjóðinni og verið þarf­asti þjónn­inn. Risið svo úr því hlut­verki til að verða sport­hest­ur sem þúsund­ir Íslend­inga njóta og elska.