Jólin ganga í garð, opinberlega og hverju hjarta. Síra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur og síra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, ræða jólin, mörk hins veraldlega og trúarlega, og annað því tengt.
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eru gestir í nýjasta þætti Dagmála þar sem farið er yfir ástæður þess að Donald Trump vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hvaða þýðingu kosningin hefur. Frosti og Friðjón ræða hvers má vænta með Trump í embætti næstu fjögur árin og þá ræða þeir einnig hvort að heimurinn sé öruggari eða óöruggari með Trump í embætti.
Díana Ósk Óskarsdóttir prestur á Landspítalanum, faglegur handleiðari og teymisstjóri stuðningsteymis starfsfólks spítalans hefur marga fjöruna sopið á 54 ára lífsleið sinni. Í uppvextinum bjó Díana við erfiðar heimilisaðstæður sem höfðu mótandi áhrif á líf hennar. Þegar Díana var aðeins 11 ára gömul flutti hún að heiman og bjó á götunni í Reykjavík. Þrautseigja hennar og seigla komu henni á þann stað sem hún er í dag, fimm háskólagráðum ríkari og í starfinu sem hún upplifir að sé sniðið að sér eða hún að því.