Eftirhreytur þingvetrar

Þinginu lauk loksins, sumu tókst að ljúka en annað varð að fjúka. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar og Karítas Ríkharðsdóttir fjölmiðlakona ræða það, ríkisstjórnarsamstarfið, hina pólitísku stöðu og framhaldið.

Stjórnarskráin er skrifuð á dulmáli

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði fer yfir forsetakosninganar, EES samninginn, og vinstri og hægri sveiflu í Bretlandi og Frakklandi. Hann segir taktíska kosningar ekki vera nýjar af nálinni og oskynsamlegt sé að að banna skoðanakannair fyrir kosningar. Þá segir hann vinstri sveiflu í Bretlandi og hægri sveiflu í Frakklandi vera dæmigerða fyrir þær sakir að það sé orðið lögmál að ríkjandi valdhafar tapi fylgi á undanförnum árum.

Náttúruvár sem við leiðum ekki hugann að

Íslendingar mega búast við tugum eldgosa til viðbótar á þessari öld. Þó eru á landinu aðrar náttúruvár sem við leiðum oft ekki hugann að. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og fyrrverandi þingmaður, hefur nú ritað bók um alla helstu náttúruvá á Íslandi. Hann ræðir við Hólmfríði Maríu í Dagmálum í dag.

Vantraust og þinglok

Í dag er vantraust á matvælaráðherra á dagskrá þingsins, sem flýtir ekki fyrir afgreiðslu annarra mála og þinglokum. Þingmennirnir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir í Viðreisn og Berglind Ósk Guðmundsdóttir í Sjálfstæðisflokki ræða hið helsta.