Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
11. september 2023
Frosti Logason sætti slaufun. Honum var bolað úr starfi og hann, fjölskylda, vinir og samstarfsfólk sætti árásum frá „Twitterskrílnum“ eins og hann kallar það fólk. Hann segist aldrei hafa átt möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér og eftir að hann baðst afsökunar á sinni hegðun þá fyrst hófust árásirnar. Frosti telur í dag að afsökunarbeiðnin hafi verið mistök. Hann hefði átt að bregðast við með öðrum hætti.
Nú er Frosti snúinn aftur úr slaufun og hefur flett ofan af því fólki sem að honum réðist með skipulögðum hætti, eins og hann kallar það. Frosti tilgreinir sérstaklega Eddu Falak sem hann segir fjölmiðla hafa lyft til æðstu metorða í samfélaginu. Svo þegar í ljós hafi komið að hún var ekki sú sem hún sagðist vera þá hafi fjölmiðlar þagað þunnu hljóði.
Frosti gagnrýnir blaða- og fréttamenn á Íslandi og þá sérstaklega RÚV sem hann segir að fóstri marga aðgerðarsinna sem vilji breyta heiminum frekar en að starfa eftir lögmálum blaðamennsku.
Frosti er gestur Dagmála í dag og lætur allt flakka.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska