Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
6. nóvember 2023
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir neyðarástand ríkja í landbúnaði. Nautakjötsskortur er yfirvofandi og stórfelld fækkun á slátruðum lömbum í haust er staðreynd.
Vigdís Häsler er gestur Dagmála í dag og fer þar um víðan völl varðandi þá stöðu sem upp er komin í íslenskum landbúnaði. Miklar hækkanir á aðföngum, stórfelldar vaxtahækkanir og lítill fyrirsjáanleiki í greininni gera það að verkum að starfsskilyrði í landbúnaði eru orðin óásættanleg.
Vigdís kemur víða við í þætti dagsins. Hún ræðir verkefnið Bændageð sem meðal annars er liður í viðbrögðum við því áfalli sem bændur verða fyrir þegar riða kemur upp. Svarar spurningunni hvernig það hafi komið til að lögfræðingur menntuð í alþjóðlegu sakamálaréttarfari gerðist talsmaður bænda.
Í lögum eru sett viðmið um launakjör kúabænda. Hagfræðingar samtakanna hafa reiknað út að eðlileg launakjör kúabónda miðað við viðmið í lögum eigi að vera í kringum 900 þúsund til milljón á mánuði. Raunveruleikinn er hins vegar á mörgum búum að launagreiðslur er um tvær milljónir á ári.
Vigdís segir nauðsynlegt að fara í aðgerðir strax fyrir landbúnaðinn. Það sé ekki þörf á fleiri samtölum. Nú þurfi að koma til aðgerðir. Hressilegt viðtal um eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar í upphafi vinnuviku.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska