Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
20. nóvember 2023
Jólabókaflóðið er að skella á okkur. Þessi dásamlegi aðdragandi jóla þar sem bækur eru að flæða í búðir og yfirtaka umræður á kaffistofum jafnt sem á samfélagsmiðlum. Tveir veraldarvanir útgefendur ræða þetta séríslenska og árlega menningartímabil. Gestir Dagmála í dag eru þau Pétur Már Ólafsson frá forlaginu Bjartur&Veröld og María Rán Guðjónsdóttir útgefandi hjá Angústúru. Umræðuefnið er bækur, þessar nýju sem verða á náttborðum landsmanna á jólahátíðinni. En þetta er spennandi álagstími fyrir útgefendur sem keppast nú við að kynna tugi titla í hverri viku.
Er bók dýr jólagjöf? Er bókin að halda velli? Hvaða bækur ætla þau að lesa á jólum? Þessar og margar fleiri spurningar vakna þegar horft er í flóðið.
Jólabókaflóðið er séríslenskt og telur Pétur Már að það eigi rætur sínar í innflutningshöftum sem Íslendingar bjuggu við á sínum tíma. Þetta einstæða fyrirbæri er eitthvað sem útgefendur í öðrum löndum eiga erfitt með að trúa og öfundast gjarnan yfir. Í þessum þætti köfum við í bókaútgáfuna og hina ýmsu anga sem forleggjarar standa frammi fyrir í aðdraganda jóla.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska