Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
12. febrúar 2024
Það eru mikil og vannýtt tækifæri í eldfjallaferðamennsku á Íslandi, segir Ragnhildur Ágústsdóttir eigandi Lava show. Fyrirtækið er með sýningar bæði í Reykjavík og í Vík í Mýrdal þar sem þau hella hvítglóandi hrauni inn í sýningarsalinn, við mikil viðbrögð gesta.
Ragnhildur segir hugmyndina hafa kviknað þegar þau hjónin börðu augum hraunfossinn í túristagosinu á Fimmvörðuhálsi vorið 2010. Þegar þau sáu svo myndband á Youtube þar sem bandarískir vísindamenn voru að bræða hraun biðu þau ekki boðanna og flugu út og funduðu með þeim vísindamönnum.
Ragnhildur á sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og hún ræðir einnig þá stöðu sem nú er uppi varðandi sumarið sem er framundan.
Hún er mjög virk á samfélagsmiðlum fyrir Lava show og kallar sig þar Lady Lava. Myndböndin hennar hafa vakið mikla athygli en þar hefur hún reynt að miðla fróðleik um Reykjaneselda því umfjöllun víða úti í heimi var á mjög dramatískum nótum þegar síendurtekin eldgos hófust á Reykjanesi. Rétt er að taka fram að þátturinn var tekinn upp áður en síðasta eldgos, milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells hófst.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska