Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
1. mars 2024
Í nýútkominni bók sem ber heitið Seðlabankinn gegn Samherja er spurt á forsíðu. Eftirlit eða eftirför? Björn Jón Bragason, sagnfræðingur skrifar bókina og er hún að hluta til byggð á fyrri bók hans um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.
Óhætt er að segja að stjórnsýsla Seðlabankans fái falleinkunn og litlu hærra skorar réttarkerfið. Vanþekking, vanhæfi og hvernig ríkið ver sig og sína þó að málstaðurinn sé slæmur er undirtónn bókarinnar.
Málið gegn Samherja var fellt niður og úr varð sneypuför Seðlabanka Íslands. Rannsóknarblaðamennska hefur verið kennd við þetta mál. Það er þá helst að blaðamenn hafi óskað eftir rannsóknum frekar en að, vinna þær sjálfir.
Nú þegar málið er að mestu gufað upp hefur enginn beðist afsökunar eða formlega axlað ábyrgð á þeim fjölmörgu vondu ákvörðunum sem teknar voru og haldið til streitu svo embættismenn héldu andlitinu og þyrftu ekki að játa mistök.
Höfundur bókarinnar segist vona að þessi bók og efni hennar verði til þess að breyting verði á. Hann ber saman svipað mál sem kom upp í Noregi, þegar fyrirtæki var talið hafa svikið stórar fjárhæðir undan skatti. Það reyndist ekki fótur fyrir þeim staðhæfingum. Miklar bætur voru greiddar til fyrirtækisins og einstaklinga þegar niðurstaðan lá fyrir. Stjórnmálamenn og embættismenn báðust afsökunar og var markmiðið að rétta hlut fyrirtækisins. Slíkt var ekki uppi á teningnum hér gagnvart Samherja.
Björn Jón Bragason telur að Íslendingar ættu að taka upp siði nágrannalanda okkar og hafa það í huga hversu stórfellt inngrip það er í líf hvers manns og fyrirtækis þegar gögn eru haldlögð og sett af stað lögreglurannsókn. Verður þú kannski næsta viðfangsefni vanhæfra embættis- og blaðamanna?
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska