Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Umbúðalaust
10. júní 2024
Einhver flóknasta, stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd sem íslenska ríkið hefur ráðist í er bygging þjóðarsjúkrahúss. Um er að ræða nokkrar byggingar og hefur ein þeirra, sjúkrahótel þegar verið tekin í notkun.
Gunnar Svavarsson er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins sem stofnað var um verkefnið. Hann er gestur Dagmála í dag og fer yfir stöðu verkefnisins og áætluð verklok. Eins og fyrr segir er framkvæmdin flókin og er stuðst við aðstoð sérfræðinga frá mörgum löndum. Meðferðarkjarninn, hið eiginlega sjúkrahús og aðrar bygginar sem tengjast starfseminni verður tilbúinn í notkun árið 2029 gangi áætlanir eftir. Þegar talað er um flókna framkvæmd er rétt að hafa í huga verkefnið snýst líka um tækjakost sem að stórum hluta verður endurnýjaður. Þegar kemur að sjálfum flutningi á nýja Landspítala er það einnig flókið verkefni og sérfræðingar á því sviði munu aðstoða við skipulag og framkvæmd.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska