Skráðu þig inn til að horfa á þáttinn
Athugið að Dagmálsþættir eru aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Viðskipti
28. mars 2023
„Það sem manni finnst kannski augljósast að sé að fara að breytast, er hvernig störf eru unnin,“ sagði Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Miðeind, um þá miklu framþróun sem hefur átt sér stað í gervigreind nýverið.
Katla mætti í Dagmál ásamt Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda og eiganda Miðeindar, en nýverið var ljóstrað upp um að fyrirtækið hefði komið að þróun GPT-4 með því að þjálfa það sérstaklega á Íslensku, ásamt OpenAI.
„Við allar þessar tæknibyltingar hefur orðræðan verið sú sama en raunin sú að þetta bætir framleiðni og þá losað um forða til þess að sinna öðru,“ bætti Vilhjálmur við, spurður hvort við færum að sjá gervigreindina hrifsa til sín heilu starfsgreinarnar.
„Mannlegi þátturinn þarf alltaf að vera til staðar,“ bætti Katla við og viðraði þann möguleika að við gætum séð styttri vinnuviku – slík gætu afköstin orðið með hjálp gervigreindar.
Fáðu meira með vikupassa!
Vikupassinn veitir þér fullan aðgang að Dagmálum ásamt öllu öðru efni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í viku fyrir aðeins 2.629 kr.
Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Umræðan - Minningargreinar - Viðtöl - Viðskipti - Daglegt líf - Aðsendar greinar - og umfram allt: fagleg fréttamennska