Samtal Björns Inga og Guðna var svona:
Björn Ingi: Þú sagðir að fávís almenningur gæti...
Guðni: ...nei...
Björn Ingi: ...komið sér upp röngum [minningum]...
Guðni: Það sagði ég aldrei, aldrei nokkurn tímann. Ég held það hafi verið haft eftir mér.
Björn Ingi: Haft eftir þér?
Guðni: Já, það er ósatt. Það er alveg ósatt. Alveg ósatt.
Björn Ingi: Þannig að þú hafnar þeim ummælum.
Guðni: Ég get ekki tekið svona. Þetta er ósatt.
Í fyrirlestrinum lýsti Guðni því að „ómenntuð sveitakona“ hefði verið „með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið“.
Svo sagði hann: „Yes! Íslandi allt! Og spurningin vaknar, er fávís lýðurinn aftur að pródúsera rangar sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna. Því að því er ekki að leyna að í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn.“
Dæmi nú hver fyrir sig um hver sagði ósatt.
Baráttuaðferðir kennaraforystunnar vekja víða furðu. Hér að framan í blaðinu er rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem gagnrýnir bæði launakröfur og baráttuaðferðir þeirra sem ráða ferðinni hjá kennurum.
• • • •
• • • •
Gagnrýnin snýr annars vegar að kröfunum nú þegar árangur sé farinn að sjást af samningum síðasta vetrar í lægri vöxtum og verðbólgu.
• • • •
• • • •
Hins vegar furðar Sólveig Anna sig á að valdir séu úr nokkrir skólar en aðrir sleppi.
• • • •
• • • •
Takmörkuð skæruverkföll hafa raunar sést áður, meðal annars af hálfu Eflingar, en aldrei þó með jafn ósanngjörnum hætti og nú þegar lítið hlutfall barna og foreldra verður illilega fyrir barðinu á verkföllunum en langflestir sleppa alveg.
• • • •
• • • •
Þetta er óskiljanleg nálgun og sagðist Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, á hátíð barna á Seltjarnarnesi til að mynda ekki skilja þá taktík sem kennarar beittu.
• • • •
• • • •
Sömuleiðis hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, bent á að verkfallið mismuni börnum.
• • • •
• • • •
Er ekki mál að linni, að kennaraforystan setjist að samningum og láti af óeðlilegum verkfallsaðgerðum?
• • • •
• • • •
Athugasemdir (0)