Staksteinar

Hver sagði ósatt?

Í Eyjunni um helgina spurði Björn Ingi Hrafnsson Guðna Th. Jóhannesson út í þau ummæli hans í fyrirlestri, sem haldinn var á Bifröst og sjá má á Youtube.com, að fávís lýðurinn gæti komið sér upp röngum sameiginlegum minningum, og var að vísa til þeirrar skoðunar Guðna að sigrar í landhelgismálum væru ýkjusögur.

Samtal Björns Inga og Guðna var svona:

Björn Ingi: Þú sagðir að fávís almenningur gæti...

Guðni: ...nei...

Björn Ingi: ...komið sér upp röngum [minningum]...

Guðni: Það sagði ég aldrei, aldrei nokkurn tímann. Ég held það hafi verið haft eftir mér.

Björn Ingi: Haft eftir þér?

Guðni: Já, það er ósatt. Það er alveg ósatt. Alveg ósatt.

Björn Ingi: Þannig að þú hafnar þeim ummælum.

Guðni: Ég get ekki tekið svona. Þetta er ósatt.

Í fyrirlestrinum lýsti Guðni því að „ómenntuð sveitakona“ hefði verið „með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið“.

Svo sagði hann: „Yes! Íslandi allt! Og spurningin vaknar, er fávís lýðurinn aftur að pródúsera rangar sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna. Því að því er ekki að leyna að í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn.“

Dæmi nú hver fyrir sig um hver sagði ósatt.

Ath.: Allar athugasemdir eru á ábyrgð höfunda. Óleyfilegt er að miðla ólöglegu efni, hótunum, rógi, særandi skrifum eða öðru sem getur valdið skaða. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að fjarlægja athugasemdir sé brotið er gegn þessu eða eðlilegum kurteisisvenjum.

Dagatal

maí 2016

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Leiðarar

16. janúar 2025

Ódýru stigin

16. janúar 2025

Tafir á tafir ofan

15. janúar 2025

Ógn og usli í höfunum

14. janúar 2025

Hneyksli á hneyksli ofan

14. janúar 2025

Yfirgangur Eflingar

13. janúar 2025

Stjarna Starmers lækkar enn

Reykjavíkurbréf

Er líf í tuskum eða lífsmark?

18. janúar 2025
Engu ríki stendur ógn af Grænlandi. Það má miklu frekar segja að Grænland búi yfir miklum verðmætum, sem engir nema Grænlendingar eiga að hafa forgang Meira
Staksteinar

Fimmtíu er ágætis byrjun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í gær áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Áformin hafði hún áður rætt við yfirmenn lögreglunnar og sagði þá að fáliðuð lögregla ógnaði ekki aðeins öryggi lögreglumanna heldur einnig öryggi almennings. Það er rétt og við það má bæta að veikburða lögregla er einnig ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins eins og dæmin sanna.

• • • •

• • • •

Ítrekað hafa „mótmælendur“ komist upp með að trufla störf ríkisstjórnar og Alþingis með þeim hætti sem hvergi annars staðar væri liðið – og hvergi á að líðast. Vonandi er áhersla dómsmálaráðherra til marks um að á því verði einnig tekið.

• • • •

• • • •

Ráðherra nefndi að taka þyrfti fastar á skipulagðri brotastarfsemi, sem er nokkuð sem sátt ætti að geta verið um. Sömuleiðis verður vonandi sátt um að verja þurfi landamærin betur því að stór hluti þess vanda sem ráðherrann vill nú takast á við er innfluttur.

• • • •

• • • •

Í fyrra voru tæplega átta hundruð lögreglumenn hér á landi og þess vegna má ætla að það muni um fimmtíu. Það getur þó aðeins verið byrjunin því að eins og verkefnin hafa þróast og vandinn aukist er ljóst að 6% fjölgun lögreglumanna nægir ekki.

• • • •

• • • •