Markmið
Með því að nota dagblöð í kennslu teljum við að námið verði fjölbreytt og lifandi og þar ættu allir að finna viðfangsefni við sitt hæfi.
Markmið með því að nota dagblöð í kennslu eru eftirfarandi:
- Að venja nemendur við dagblaðalestur.
- Að þjálfa nemendur í lestri á mismunandi textum (auglýsingum, fréttagreinum o.fl.)
- Að venja nemendur við að segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið, bæði munnlega og skriflega.
- Að nemendur temji sér gagnrýna hugsun, spyrji spurninga og leiti svara.
- Að upplýsa nemendur um margvísleg stílbrigði sem notuð eru við ritun blaðagreina.
- Að kynna nemendum ritunarferli blaðagreina.
- Að þjálfa nemendur í ritun margvíslegra dagblaðatexta.
- Að þjálfa nemendur í að hlusta á aðra.
- Að nemendur kynnist vinnuferli við útgáfu dagblaðs.