Góð ráð fyrir brasilískt vax

Bras­il­ískt vax verður vin­sælla með hverju ár­inu og ófá­ar kon­ur sem nýta sér það. Tíma­ritið Cos­mopolit­an gerði góða út­tekt á bras­il­ísku vaxi á dög­un­um og valdi Monitor úr nokk­ur gull­in ráð fyr­ir þá sem eru á leiðinni í vax.

1. Taktu milda verkja­töflu áður en þú ferð í tím­ann. Ef­laust eru marg­ar kon­ur sem treysta sér ekki í bras­il­ískt vax vegna þess hversu gríðarlega sárt þetta er fyr­ir sum­ar. Þetta er því sniðug leið fyr­ir þær sem eru með aðeins minni sárs­aukaþrösk­uld. Íbú­fen er til dæm­is til­valið og gott er að taka töfl­una um 45 mín­út­um áður en þú mæt­ir.

2. Ekki panta tím­ann rétt áður en þú byrj­ar á mánaðarlega tíma­bil­inu, þegar Rósa frænka kem­ur í heim­sókn. Ástæðan er sú að húðin þín er mun viðkvæm­ari á þess­um tíma­punkti, svo það hent­ar bet­ur að velja tíma­setn­ingu þar sem eru alla­vega 3-5 dag­ar áður en þú átt að fara að byrja. Fyr­ir utan hvað það væri ekki smekk­legt að fara í vax og vera á blæðing­um. Smá virðing kannski fyr­ir snyrti­döm­unni?

3. Ekki fara í rækt­ina eða klæðast þröngu strax. Ekki viltu fá út­brot á lill­una þegar þú ert ný­bú­in að þrauka erfiðan tíma í bras­il­ísku vaxi við að gera hana fína og sæta? Því er mælt með því að fara alls ekki í rækt­ina að svitna eða klæðast níðþröng­um galla­bux­um eða legg­ings sem nudd­ast upp við húðina á þessu svæði. Þú þarft að bíða í alla­vega 48 klukku­stund­ir eft­ir því að geta farið á fullt í rækt­inni. Ástæðan fyr­ir þessu er sú að þegar þú ert búin í vaxi er húðin þín eins og ný­fædd og því er hún al­veg svaka­lega viðkvæm. Leyfðu henni því bara aðeins að anda eft­ir átakið.

4. Pantaðu tím­ann milli klukk­an 15 og 17. Á þess­um tíma dags er sárs­aukaþrösk­uld­ur þinn í há­marki og því best að fara í vax þá. Ef þú pant­ar tíma klukk­an 10 um morg­un­inn þarftu að vera viss um að þú get­ir höndlað það eins og hörku­tól.

Gangi ykk­ur vel í vax­inu stelp­ur ...og strák­ar!

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í ra­f­rænni út­gáfu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka