Mottumars fór ekki framhjá neinum í fyrra en þá söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi til að vekja athygli á krabbameini karla. Nú hefur verið stofnaður hópur á Facebook í kringum svokallaðan rottumars og ætla stelpur að safna skapahárum fyrir málstaðinn.
Stofnandi hópsins er Harpa Snædís Hauksdóttir, 21 árs mannfræðinemi við HÍ. Monitor hitti Hörpu í dag og spurði hana út í uppátækið.