Ekki næsta Ásdís Rán

„Ég er ekki að reyna að vera næsta Ásdís Rán, bara næsta Arna Bára,“ segir rúmlega tvítug Keflavíkurmær sem beitir sér nú fyrir því að vinna keppni sem Playboy-veldið stendur fyrir og ber heitið „Playboy Miss Social 2012“. 

Arna Bára segist hafa dyggan hóp stuðningsfólks á bak við sig og hefur nú þegar tekist að safna rúmlega fjögur þúsund stigum á vefsíðu Playboy, en neikvæðar raddir láta hátt í sér heyra, þá sérstaklega í athugasemdakerfum á vefmiðlum. Örnu er þó nokk sama um þau leiðindi enda gerir hún sér grein fyrir því að með athygli kemur, eins og hún orðaði það, „bæði gott og slæmt“. 

„Allir hafa sitt val og mismunandi drauma,“ segir Arna Bára, og hennar draumur hefur alltaf verið að sitja fyrir hjá Playboy - ekki nakin, en á nærfötum eða í „glamúrdressum“, og upplifa þann glamúr sem fylgir því. Hún vonar að ef hún kemst út í myndatöku og vinnur keppnina geti hún notað vinningsféð til að stofna sitt eigið fyrirtæki og byggja bjarta framtíð fyrir kornungan son sinn. 

Hægt er að styðja draum Örnu Báru með því að kjósa hana á Playboysíðunni, en allar frekari leiðbeiningar um hvernig það skal gert er hægt að finna á facebooksíðu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir