„Spennandi tækifæri fyrir mig til að taka á sjálfri mér sem persónu,“ segir Guðbjörg Halldórsdóttir sem er ein af átta keppendum í Ljósmyndakeppni Íslands sem hefst á Skjá einum á fimmtudaginn.
Nafn: Guðbjörg Halldórsdóttir.
Fyrstu sex: 260369.
Uppruni: Ég er ættuð vestan að fjörðum og alin upp í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu frá fjögurra ára aldri.
Staða: Þjónustufulltrúi hjá DK.
Maki: Þórbergur Egilsson.
Æskudraumur: Ballerína eða skautadrottning sem er alveg sérlega fyndin staðreynd fyrir þá sem þekkja mig. En svona hugsar maður stórt á meðan sálin er ómenguð.
Framtíðardraumur: Að geta notið núsins enn betur en ég geri í dag og að opna enn betur fyrir flóðgáttir sköpunarkraftsins.
Fyrirmynd í lífinu: Enginn sérstakur einstaklingur en mér þykja ákveðnir eiginleikar í fari fólks til fyrirmyndar eins og einlægni, heilindi og kjarkur til að tjá sig á skapandi máta.
Fyrirmynd í ljósmyndun: Margar og breytilegt eftir því hvar fókusinn er í það og það skiptið.
Ef þú værir ljósmynd hvaða ljósmynd værir þú? Einhver dásamlega falleg mynd tekin á fyrri hluta tuttugustu aldar.