Eftir nokkra mánuði af óljósum yfirlýsingum og stríðnisglósum hefur Daft Punk loksins ákveðið að leggja spilin á borðið. Fjórða plata þeirra mun bera heitið Random Access Memories og verður gefin út þann 21. maí. Platan er sú fyrsta sem Daft Punk sendir frá sér síðan Human after all kom út árið 2005 og þeir félagar Guy-Manuel de Homem-Christo and Thomas Bangalter skelltu vefsíðu í loftið nú um helgina þar sem hægt er að forpanta gripinn.
Þó langt sé um liðið síðan síðast eru herramennirnir ekkert að flýta sér að sýna afraksturinn heldur dunda sér við að gefa aðdáendum sínum litla bita til að halda þeim á tánum. Eftirfarandi myndband sýnir auglýsingu fyrir Random Access Memories og inniheldur 15 sekúndur af tónum sem skildu Monitor eftir slefandi af græðgi í meira diskódill.