Ellefu reglur fyrir Snapchat

Snapchat draugurinn vistaði mynd og fékk glóðurauga fyrir vikið
Snapchat draugurinn vistaði mynd og fékk glóðurauga fyrir vikið

Nýjasta app-æðið er án efa hið skemmtilega snapchat sem gefur snjallsímaeigendum tækifæri til að senda myndir eða myndbönd sem aðeins er hægt að sjá í 10 sekúndur eða minna. Snapchat var þróað af fjórum félögum í Stanford og stofnað í september 2011. Nú eru sendar yfir tuttugu milljónir mynda daglega í gegnum þjónustuna.

Vefdeild Monitor tók saman ellefu reglur sem allir snapchattarar ættu að hafa í huga.

1. Við getum séð venjulegar eða sætar myndir af þér á FB. Ekki taka myndir af þér þar sem þú ert bara eitthvað bros krútt nema þú sért að snapchatta við mömmu þína.

2. Ekki snapchatta í skólanum eða vinnunni. Ef yfirmaðurinn kemur að þér að gretta þig framan í klofið á þér er nokkuð víst að þér verði ekki boðin launahækkun í bráð.

3. Haltu skilaboðunum með myndunum stuttum. Þau endast bara í tíu sekúndur og hvað ef við vorum ekki með gleraugun okkar í byrjun? 

4. Ekki spamma. Hefur þér dottið í hug að við séum bara að svara af kurteisi? Finndu smá sjálfsvirðingu og farðu að gera eitthvað annað.

5. Svaraðu alltaf fyrsta Snapchattinu. Það er þín skylda að sýna viðkomandi að þér sé ekki sama um hann og finnist hann sniðugur hversu ómerkileg sem skilaboðin voru. Nema þau hafi verið mynd af mat.

6. Ekki nota marga klukkutíma í að punta þig bara svo þú getir verið sæt/ur á snapchat mynd. Þær endast bara í tíu sekúndur.

7. Ekki senda okkur myndir af matnum þínum. Hvað ef við eigum ekki mat og verðum pirruð? 

8. Ekki taka mynd af einhverjum og senda viðkomandi á snapchat. Afhverju ertu að njósna um okkur? Hvað ertu að reyna að segja? Af hverju geturðu ekki bara talað við okkur?

9. Ekki snapchatta við ókunnuga. Það er mjög furðulegt og ekki á jákvæðan hátt.

10. Ekki taka myndir af þér sem þú vilt ekki að mamma þín sjái. Þessi gaur segir þér af hverju. 



11. Aldrei, aldrei, ALDREI taka „screenshot“ eða vista myndirnar með nokkrum hætti. Það er ekki kúl. Það er ástæða fyrir því að myndirnar endast bara í stuttan tíma.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup