Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson hefur hingað til einfaldlega verið best þekktur sem Ásgeir Trausti.
Kappinn varð á mettíma einn ástsælasti tónlistarmaður Íslendinga en hann hefur herjað á erlendan markað að undanförnu. Nú virðist Ásgeir Trausti hafa ákveðið að fella út millinafn sitt því bæði Facebook síða og Youtube rás tónlistarmannsins bera nú aðeins nafnið Ásgeir.
Eflaust má velta því upp hvort Trausta-nafnið hafi verið Ásgeiri dragbítur á erlendri grundu. Hugsanlega þykir Ásgeir nægilegur tungubrjótur fyrir aðdáendur hans í öðrum löndum en hann hefur þegar hafið að flytja lög sín á ensku.