Í fyrstu viku júlímánaðar fengu aðdáendur Ásgeirs Trausta að heyra stórsmellinn „Leyndarmál“ á enskri tungu. Á ensku heitir lagið „King and Cross“ og mun það verða A-hlið fyrstu smáskífu Ásgeirs á erlendri grund en samkvæmt vefsíðunni The Line of Best Fit mun lagið „Lupin Intrigue“ prýða B-hlið smáskífunnar.
„Lupin Intrigue“ er Íslendingum ekki með öllu ókunnugt þrátt fyrir að hafa ekki verið á plötunni Dýrð í dauðaþögn en Ásgeir flutti það í sjónvarpsþættinum Hljómskálinn á sínum tíma. Lagið var þá á íslensku og hét einfaldlega „Frost“ en það var skáldið Randi Ward sem samdi nýjan enskan texta við lagið.
Hér má hlusta á „Lupin Intrigue“ en upprunalegu útgáfuna „Frost“ má heyra hér að neðan.