Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag á ensku

Ljósmynd/ Styrmir Kári

Í fyrstu viku júlímánaðar fengu aðdáendur Ásgeirs Trausta að heyra stórsmellinn „Leyndarmál“ á enskri tungu. Á ensku heitir lagið „King and Cross“ og mun það verða A-hlið fyrstu smáskífu Ásgeirs á erlendri grund en samkvæmt vefsíðunni The Line of Best Fit mun lagið „Lupin Intrigue“ prýða B-hlið smáskífunnar.

„Lupin Intrigue“ er Íslendingum ekki með öllu ókunnugt þrátt fyrir að hafa ekki verið á plötunni Dýrð í dauðaþögn en Ásgeir flutti það í sjónvarpsþættinum Hljómskálinn á sínum tíma. Lagið var þá á íslensku og hét einfaldlega „Frost“ en það var skáldið Randi Ward sem samdi nýjan enskan texta við lagið.

Hér má hlusta á „Lupin Intrigue“ en upprunalegu útgáfuna „Frost“ má heyra hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar