Heppin að vera samkynhneigð á Íslandi

„Þetta verður skemmtileg helgi. Hún minnir mann á hvað við erum heppin að vera samkynhneigð á Íslandi,“ segir töffarinn og tónlistarkonan Elín Ey, sem prýðir forsíðu Monitor sem kemur út á morgun.

Elín gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrir 5 árum, þá aðeins 17 ára, og er nú ein þriggja söngkvenna hljómsveitarinnar Sísý Ey. Skemmst er frá því að segja að hinar tvær söngkonurnar eru eldri systur hennar. Hljómsveitin treður upp á opnunarhátíð Hinsegin daganna í Reykjavík annað kvöld (fimmtudagskvöld).

Í forsíðuviðtali við Monitor ræðir Elín dálæti sitt á letidýrum, komandi verkefni Sísý Ey og sína upplifun af því að koma út úr skápnum 15 ára.

Fylgist með Monitor á morgun!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar