Heppin að vera samkynhneigð á Íslandi

„Þetta verður skemmtileg helgi. Hún minnir mann á hvað við erum heppin að vera samkynhneigð á Íslandi,“ segir töffarinn og tónlistarkonan Elín Ey, sem prýðir forsíðu Monitor sem kemur út á morgun.

Elín gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrir 5 árum, þá aðeins 17 ára, og er nú ein þriggja söngkvenna hljómsveitarinnar Sísý Ey. Skemmst er frá því að segja að hinar tvær söngkonurnar eru eldri systur hennar. Hljómsveitin treður upp á opnunarhátíð Hinsegin daganna í Reykjavík annað kvöld (fimmtudagskvöld).

Í forsíðuviðtali við Monitor ræðir Elín dálæti sitt á letidýrum, komandi verkefni Sísý Ey og sína upplifun af því að koma út úr skápnum 15 ára.

Fylgist með Monitor á morgun!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir