Er þessi deitmenning Íslendinga þá kannski bara komin inn á samfélagsmiðlana? Er Facebook spjallið nýjasta skrefið?
B: (Hlær) Nýjasta skrefið er auðvitað Snap Chat. Mesta slúðrið kemur líka af Snap Chat núna því maður er með einhverja helvítis Top Friends og það er fólkið sem maður er búinn að vera að snappa mest. Eins og ef þú ert búinn að vera höstla einhvern er hægt að skrolla í gegnum snappið hjá viðkomandi og sjá að þú hefur verið að fá meiri athygli en aðrir.
C: Ég held að það sé mikið kynferðislegt í gangi á Snap Chat.
D: Ég á einn vin sem notar snappið bara í það. Hann tekur mynd af typpinu á sér og fær svo brjóstamyndir á móti.
A: Ég hef alveg séð einhverjar svona myndir í djóki en ég hef aldrei áður heyrt að einhver sé að senda „dickpick“ til þess að fá myndir af brjóstum á móti. Vinkonur mínar taka kannski mynd af sér berum að ofan og teikna svo einhverjar gular geirvörtur en þær senda það ekkert á stráka heldur bara aðrar stelpur. Strákar senda líka alveg einhverjar „dickpicks“ á vini sína kannski.
B: Ef að ég væri stelpa og fengi „dickpick“ væri ekki séns að ég myndi senda flassmynd til baka.
C): Ég held að pör skiptist samt alveg á svona myndum. En ég fæ líka alveg brjóstamyndir af vinkonum mínum. En svo er samt hægt að vista myndirnar sem maður fær án þess að hinn aðilinn viti af því með sérstöku forriti.
A): Stelpur vita líka ekki hversu langt þessar myndir fara. Ég var að skoða Facebook hópsíðu sem vinur minn er í með ásamt alveg 20 strákum þar sem þeir eru bara í því að pósta svona myndum. Það er alveg fullt af svona síðum til, ég veit til dæmis um hóp í Garðabænum og annan í Vesturbænum. Svo eru þeir að segja „Hey sjáið þessa, fór heim með þessari um síðustu helgi, sjáið þessa að koma úr sturtunni,“. Og maður veltir fyrir sér hvort þetta sé bara málið fyrir þessa stráka að sitja heima og skrolla á tölvunni. Ef þú sendir einhverjum af þessum gæjum mynd þá er mjög líklegt að hún sé inni á svona síðu og svo póstar kannski annar gaur í grúppunni þeirri mynd á aðra grúppu og myndirnar eru bara komnar úti um allt.
B: Já, þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð.
Hér sést aðeins brot úr umfjöllun Monitor um málið, umfjöllunina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.
<div data-canvas-width="133.81" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr"><em><br/></em></div><iframe frameborder="0" height="525" src="http://e.issuu.com/embed.html#4517553/4812098" width="525"></iframe>